„Þetta er djúp og kröpp lægð“

04.02.2016 - 08:04
Mynd með færslu
Mynd úr safni  Mynd: Landsbjörg
Veðurstofan varar við stormi og mikilli úrkomu á landinu. Versta veðrinu er spáð á Vestfjörðum. Þar verður hugsanlega snjóflóðahætta. Þá segir í tilkynningu frá Vegagerðinni að vegna óveðurs megi búast við því að vegum á Suðvesturlandi verði lokað. Líkur eru á að um og uppúr hádegi verði vegum lokað yfir Hellisheiði, um Þrengsli og á Mosfellsheiði. Þá er líklegt að einnig þurfi að loka Vesturlandsvegi um Kjalarnes.

„Þetta er djúp og kröpp lægð sem er að nálgast núna og henni fylgir stormur, rok eða jafnvel ofsaveður á sumum stöðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. 

Viðvörun - WarningSpáð er austan og norðaustan stormi eða roki, 20-28 m/s sunnan- og vestantil á landinu síðdegis á...

Posted by Veðurstofa Íslands on 3. febrúar 2016

Stormur verður á höfuðborgarsvæðinu seinni partinn í dag og veðrið fer að versna strax upp úr hádegi, Hvassast verður undir Eyjafjöllum, Mýrdal og Öræfum í dag  Undir kvöld fer svo að lægja á Suðvesturlandi en þá verður komið aftakaveður á Norðurlandi , Ströndum, við Breiðafjörðin og á Vestfjörðum. 

"Vegna óveðurs má búast við því að á morgun, fimmtudag, þurfi að grípa til lokana á vegum á Suðvesturlandi. Líkur eru á ...

Posted by Vegagerðin on 3. febrúar 2016

Þorsteinn segir að veðrið verði langvinnast á Vestfjörðum. „Það mun standa alveg fram á annað kvöld með snjókomu, skafrenningi og stormi þegar það gengur þar í garð seinni partinn í dag,“ segir Þorsteinn.
Með tilheyrandi snjófljóðahættu? „Það er hætt við því,“ segir Þorsteinn. „Og snjóflóðasérfræðingar Veðurstofunnar munu fylgjast mjög grannt með því og gefa út viðvaranir eftir þörfum.“

Þorsteinn hvetur fólk til að kynna sér aðstæður á vegum á vef Vegagerðarinnar og lesa sér til um veðrið þar. 

Fram kom í pistli veðurfræðings í morgun að tæpri hálfri öld, árið 1968, var einnig mikið óveður á landinu - raunar fárviðri. Þá, líkt og nú, var veðrið verst á Vestfjörðum. Tveir breskir togarar fórust og einn vélbátur - með þeim sjö menn alls og miklar skemmdir urðu á rafmagns - og símalínum.

Viðvörun vegna óveðurs frá Veðurstofunni, miðvikudaginn 03. febrúar 2016 kl 15:00ViðvörunSpáð er austan og norðaustan...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on 3. febrúar 2016

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV