Telpa brenndist við Geysi

Tveggja ára telpa brenndist á andliti, höndum og bringu þegar hún féll í heitt affall á hverasvæðinu við Geysi síðdegis. Hún var á ferðalagi með foreldrum sínum þegar slysið varð en þau eru erlendir ferðamenn. Telpan var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur.