Telegraph gefur Ófærð fjórar stjörnur

14.02.2016 - 14:30
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot  -  RÚV
Tveir fyrstu þættirnir af Ófærð eða Trapped voru sýndir á BBC 4 á laugardagskvöld. Gagnrýnandi Telegraph gefur Ófærð fjórar stjörnur af fimm og merkið #Trapped var á meðal þeirra vinsælustu á Twitter í Bretlandi á meðan á sýningum stóð. Þá fer gagnrýnandi Guardian einnig fögrum orðum um þættina.

Ceri Radford, gagnrýnandi Telegraph, segir þættina svo grípandi að eftir tíu mínútur hafi hann gleymt því að þeir væru á íslensku og hækkað í sjónvarpinu til að heyra betur. Þá líkir hann Andra, persónu Ólafs Darra við góðlega risann Hagrid úr ævintýrunum um Harry Potter.

Euan Ferguson hjá the Guardian segir þættina „tákítlandi góða“. Euan segir þættina minna á hversu hættulegt veðrið getur verið á stað eins og Íslandi. Þá segir Euan þættina hafa fangað sig og vísar í enska titil þeirra „Trapped“.

Áttundi þáttur af Ófærð verður sýndur á RÚV klukkan 21.00 í kvöld en næsta sunnudag verða tveir síðustu þættirnir sýndir.