Teknir fyrir að smygla flóttamönnum

20.01.2016 - 23:01
epa05114056 A handout photo provided by the German Federal Police (Bundespolizei) on 20 January 2016 shows a scene grab from a Bundespolizei video taken during a police operation in Berlin the same day and presented at press conference at the Federal
 Mynd: EPA  -  DPA
Tyrknesk og þýsk lögregluyfirvöld handtóku í dag 36 menn sem grunaðir eru um að hafa sent um 1.700 flóttamenn með illa búnum skipum yfir Miðjarðarhafið til Evrópu á síðustu mánuðum.

Mörg hundruð lögreglumenn í Þýskalandi og Tyrklandi tóku þátt í aðgerðunum. Húsleitir voru gerðar á tugum staða. 30 voru handteknir í Tyrklandi og sex í Þýskalandi.

Mennirnir eru sakaðir um að hafa sent fólkið af stað með skipunum, sett þau á sjálfstýringu og síðan stokkið frá borði. Þeir hafi í sumum tilvikum rukkað flóttamenn um jafnvirði mörg hundruð þúsund króna fyrir farið.

Guðjón Helgason
Fréttastofa RÚV
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV