Taylor Swift með plötu ársins á Grammy

Erlent
 · 
Tónlist
epa05163892 Taylor Swift holds up her awards for Best Music Video, Best Pop Vocal Album, and Album of the Year in the press room for the 58th annual Grammy Awards held at the Staples Center in Los Angeles, California, USA, 15 February 2016.  EPA/MIKE
 Mynd: EPA

Taylor Swift með plötu ársins á Grammy

Erlent
 · 
Tónlist
16.02.2016 - 06:52.Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Plata Taylor Swift, 1989, var í gærkvöld valin plata ársins á Grammy verðlaunahátíðinni. Hún er fyrst kvenna til að vinna til þessara verðlauna í tvígang. Í fyrra skiptið árið 2010, þá tvítug, varð hún yngsti listamaðurinn til að vinna til verðlaunanna fyrir plötu ársins.

Í þakkarræðu sinni notaði hún tækifærið til að hvetja aðdáendur sína til að sætta sig ekki við að aðrir taki heiðurinn af afrekum þeirra. Fjölmiðlar hafa túlkað þessi orð þannig að þeim hafi verið beint til söngvarans Kanye West sem var harðorður í hennar garð í laginu Famous. „Sem fyrsta konan til að vinna plötu ársins á Grammy verðlaunahátíðinni tvisvar, langar mig til að segja við ungar konur þarna úti, að það munu alltaf verða einhverjir sem reyna að grafa undan velgengni ykkar eða taka heiðurinn af afrekum ykkar eða frama. En ef þú einbeitir þér að vinnunni og lætur þetta fólk ekki draga athygli þína af markmiðinu, þá áttu eftir að líta til baka þegar markinu er náð og vita að það varst þú og fólkið sem elskar þig sem kom þér þangað og það mun verða besta tilfinning í heimi.“

Plata bresku söngkonunnar Adele, 25, var gefin út í nóvember, of seint til að koma til greina á verðlaunahátíðinni í ár. 

Björk, Of Monsters and Men og Jóhann Jóhannsson voru öll tilnefnd til verðlauna á hátíðinni en fóru tómhent heim. 

Besta smáskífan
Smáskífan Uptown Funk með Mark Ronson og Bruno Mars hlaut verðlaunin fyrir bestu smásmáskífuna. Lagið var í fjórtán vikur í efsta sæti Billboard vinsældalistans vestanhafs og er það fjórða vinsælasta í sögu Spotify. Uptown Funk hefur einnig náð toppi vinsældalistans víða um heim. Uptown Funk hlaut einnig Grammy verðlaunin fyrir besta dúettinn. 

Lag ársins 
Thinking out Loud með Ed Sheeran. 

Besti nýliðinn
Meghan Trainor, sem náði miklum vinsældum á nýliðnu ári með laginu All About That Bass, hlaut Grammy-verðlaunin sem nýliði ársins.  

Besta rokkplatan
Muse fyrir plötu sína Drones. 

Besta platan í flokki tónlistar, almenns efnis
Alabama Shakes fyrir plötuna Sound of Color

Besta rapp platan
Kendrick Lamar fyrir To Pimp a Butterfly. 

Besta dans/raftónlistarplatan
Skrillex and Diplo fyrir plötuna Skrillex and Diplo Present Jack U 

Besta þungarokkslagið
Sænska þungarokkshljómsveitin Ghost hlaut Grammy verðlaunin fyrir lagið Cirice.