Talsmaður Norwegian: „Engin dramatík“

16.07.2017 - 14:17
Mynd af Dreamliner vél Norwegian Air sem lenti á KEF, 16 júlí 2017 vegna bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar.
 Mynd: ruv
Fatima Elkadi, talsmaður Norwegian Airlines, segir í samtali við vef norska blaðsins Aftonbladet, að viðgerðarmenn séu nú að fara yfir vél flugfélagsins sem þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna vélarbilunar. Flugvélin sem er af gerðinni Dreamliner, var á leið frá Los Angles til Arlanda í Svíþjóð með um 300 farþega um borð. Hún segir enga dramatík hafa verið vegna atviksins.

Elkadi segir að flugfélagið muni útvega þeim farþegum sem vilja gistingu á hóteli en reynt verði að finna aðra vél til að koma farþegum áfram til Arlanda.

Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri hjá brunavörnum Suðurnesja, segir atvik af þessu tagi ekki algeng. „En þetta kemur fyrir og helst kannski í hendur við aukna umferð hér á svæðinu.“

Viðbragðsáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll var virkjuð á tíunda tímanum í morgun.  Lýst var yfir hættuástandi sem síðar var afturkallað og fært niður í óvissuástand.

 

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV