Tafir á umferð vegna malbikunarframkvæmda

11.07.2017 - 09:12
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink  -  Ruv.is
Búast má við einhverjum umferðartöfum í norðurátt á Kringlumýrarbraut í Reykjavík í dag vegna malbikunar og einnig á Sæbraut til vesturs frá Katrínartúni að Faxagötu. Malbika á báðar akreinar, en unnið er á annarri í einu og því má búast við að hægist á umferð.

Malbikað á Suðurlandsvegi

Þá verður innri akrein á Suðurlandsvegi frá Lögbergsbrekku og rúman kílómetra austur fyrir Bláfjallaafleggjara malbikuð í dag. Vegagerðin biður vegfarendur að aka varlega, virða hraðatakmarkanir og sýna þolinmæði.

Talsverðar umferðartafir urðu á Hafnarfjarðarvegi og víðar á höfuðborgarsvæðinu í gær á háannatíma vegna malbikunarframkvæmda.

 

 

 

 

Mynd með færslu
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV