Sverrir Ingi semur við Viking

06.12.2013 - 14:32
Mynd með færslu
Knattspyrnumaðurinn Sverrir Ingi Ingason mun skrifa undir samning við norska úrvalsdeildarliðið Viking á mánudag að lokinni læknisskoðun að því er fram kemur á heimasíðu félagsins.

Viking og Breiðablik komust að samkomulagi um kaupverð á Sverri Inga í gær og hefur hann sjálfur nú samið við norska félagið um kaup og kjör.

Sverrir Ingi, sem er tvítugur miðvörður, spilaði vel með Breiðabliki í úrvalsdeildinni og vakti einnig athygli fyrir góða frammistöðu með U21 árs landsliðinu þar sem hann er fyrirliði.

Sverrir Ingi verður fimmti Íslendingurinn hjá Viking en fyrir eru þar Indriði Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Daníel Sverrisson og Steinþór Freyr Þorsteinsson.