Sveit Önnu Íslandsmeistari 4. árið í röð

04.03.2013 - 19:45
Mynd með færslu
Sveit Önnu Ívarsdóttur fagnaði sigri á Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni í bridds sem lauk í gær. Þetta er fjórða árið í röð sem sveitin vinnur titilinn en hún hlaut alls 242 stig eftir tveggja daga spilamennsku.

Sigursveitina skipuðu þær Annar Ívarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Hjördís Sigurjónsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir og Ragnheiður Nielsen.

Alls tóku tólf sveitir þátt í mótinu en spilaðir voru tíu spila leikir og alls ellefu umferðir.