Svala á topp Vinsældalista Rásar 2

01.04.2017 - 17:00
Mynd með færslu
 Mynd: Ása Steinarsdóttir  -  RÚV
Framlag Íslendinga til Eurovision í ár, lagið „Paper“ í flutningi Svölu Björgvinsdóttur, er nýtt topplag á Rás 2. Topplag síðustu fjögurra vikna, „Vígin falla“ með Jónasi Sigurðssyni og Ritvélum framtíðarinnar, fer niður í annað sætið. Í þriðja sætinu er söngkonan Lorde frá Nýja-Sjálandi með lagið „Green Light“.

Fimm ný lög koma inn á lista vikunnar, flytjendur þeirra eru Ásgeir Trausti, Páll Óskar, Rihanna, Rag'n'Bone Man og Saint Motel.

Skoðaðu nýjan Vinsældalista Rásar 2 - Vika 13
Frumfluttur lau. kl. 15 | Endurfluttur sun. kl. 22
Samantekt lista: Matthías Már Magnússon
Dagskrárgerð: Sighvatur Jónsson

Mynd með færslu
Sighvatur Jónsson
Vinsældalisti Rásar 2
Þessi þáttur er í hlaðvarpi