Sumar í HAVARÍ – tónlistarveisla í Berufirði

Poppland
 · 
Tónlist

Sumar í HAVARÍ – tónlistarveisla í Berufirði

Poppland
 · 
Tónlist
Mynd með færslu
03.05.2017 - 11:49.Vefritstjórn.Poppland
Svavar og Berglind sem eru stundum kennd við hljómsveitina Prins Póló ætla í samstarfi við Rás 2 að bjóða upp á tónlistarveislu í Berufirði í sumar en þar hefur Ríkisútvarpið aldrei áður hljóðritað tónleika. „Ég held að það sé alveg kominn tími til að bæta verulega úr því,“ sagði Svavar í viðtali í Popplandi á Rás 2 í dag.

Svavar og Berglind, bændur á Karlsstöðum í Berufirði, opnuðu í fyrrasumar veitinga- og viðburðarýmið Havarí í gömlu fjárhúshlöðunni. Þar hafa þau staðið fyrir allskonar viðburðum; kvikmyndasýningum, tónleikum, fundum og mannfögnuðum. Þau hafa nú lokið við að setja saman viðburðadagskrá fyrir sumarið og samkvæmt henni má búast við að aðal stuðið verði í Berufirðinum í sumar. Rás 2 ætlar að læðast með veggjum í Havarí í allt sumar og taka púlsinn á fjörinu. Tónleikarnir verða hljóðritaðir fyrir Rás 2 til flutnings síðar meir.

Dagskrá sumarsins er svohljóðandi:

Laugardaginn 3. júní:
Sara Riel opnar myndlistarsýninguna Marvera.

Laugardaginn 3. júní:
President Bongo

Föstudaginn 16. júní:
KK

Föstudaginn 30. júní:
Lay Low
Katrín frá Núpi

Laugardaginn 1. júlí:
FM Belfast

Föstudaginn 21. júlí:
Mugison + Lára Rúnarsdóttir

Sunnudaginn 23. júlí:
Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn

Verslunarmannahelgin 6. ágúst:
Hæglætishátíð:
Jónas Sig, Prins Póló, Borko, Benni Hemm Hemm

Laugardagur 19. ágúst:
Sóley

Laugardagur 2. september:
Moses Hightower