Stuðningsmenn ISIS réttlæta árásir í Brussel

22.03.2016 - 12:34
Mynd með færslu
 Mynd: Telegram  -  Twitter
Stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna, sem kenna sig við íslamskt ríki og herskáir íslamistar almennt, hafa fagnað árásunum í Brussel ákaft frá því í morgun. Á samfélagsmiðlum og földum síðum sem tengjast íslamska ríkinu er reynt að réttlæta árásirnar með ýmsum hætti.

Margir hafa birt myndir af loftárás á írösku borgina Mosul sem Belgar tóku þátt í fyrir rúmri viku. Borgin er á yfirráðasvæði íslamska ríkisins. Minnst sextíu fórust í þeirri árás og á einni mynd sést blóðugur eldri maður biðja til Guðs um hefnd. Þeirri mynd hefur verið dreift ásamt myndum af voðaverkunum í Brussel. 

Þá hafa glæpir Belga í gegnum tíðina verið dregnir upp sem réttlæting, t.d. fjöldamorð sem Belgar frömdu í nýlendum sínum í Afríku og pyntingar belgískra sérsveitarmanna í Sómalíu á tíunda áratug síðustu aldar. Síðast en ekki síst vitna margir til yfirlýsinga íslamska ríkisins þar því er heitið að svara loftárásum með hryðjuverkum í Evrópu. Aðrir, sem virðast vera í Sýrlandi eða Írak, segja að sprengingar séu þar daglegt brauð og fagna því að Belgar fái smjörþefinn af því hvernig sé að búa við slíkar aðstæður.

VIÐVÖRUN: Texti og myndir sem fylgja hér fyrir neðan geta vakið óhug
 

Mynd með færslu
 Mynd: Twitter  -  Telegram
Mynd með færslu
 Mynd: Telegram  -  Twitter
Mynd með færslu
 Mynd: Twitter  -  Telegram
Mynd með færslu
 Mynd: Twitter  -  Telegram
Mynd með færslu
 Mynd: Twitter  -  Telegram
Mynd með færslu
 Mynd: Telegram  -  Twitter
Mynd með færslu
 Mynd: Telegram  -  Twitter
Mynd með færslu
 Mynd: Telegram  -  Twitter

Mynd með færslu
 Mynd: Twitter
Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV