„Strákarnir okkar“ mæta lærisveinum Dags

09.01.2016 - 13:19
Karlalandsliðið í handbolta mætir Degi Sigurðssyni og sveinum hans í þýska landsliðinu í vináttuleik klukkan 14 í dag. Liðin undirbúa sig nú af kappi fyrir Evrópumótið í Póllandi sem hefst um miðjan þennan mánuð. Leikurinn er sýndur beint á RÚV en liðin mætast aftur á morgun.

Þýska liðið hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku að undanförnu vegna meiðsla, meðal annars verður fyrirliðinn Uwe Gensheimer ekki með liðinu á EM. Íslenska liðið hefur úr að velja nánast öllum sínum sterkustu mönnum en liðið tapaði mjög óvænt fyrir Portúgölum í fyrri vináttuleik liðanna í Kaplakrika í vikunni. 

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV