Stórsveitin flytur í Hörpu

16.08.2012 - 13:32
Mynd með færslu
Stórsveit Reykjvíkur flytur inn í Hörpu á föstudaginn. Leigusamningur þess efnis verður undirritaður við hátíðlega athöfn á föstudag og mun sveitin meðal annars marsera af Hörputorginu inn í Hörpu á hádegi og upp á aðra hæð í Hörpuhornið þar sem leikin verða nokkur lög.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu en stórsveitin mun hafa fast aðsetur í húsinu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku Óperunni. Stórsveit Reykjavíkur var stofnuð 1992 en hún hefur gefið út fimm geisladiska og hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2011 fyrir djassplötu ársins.