Stórskotaliðsárás Tyrkja á Kúrda í Sýrlandi

14.02.2016 - 12:57
Tyrkneski herinn gerði í dag stórskotaliðsárásir yfir sýrlensku landamærin á sveitir Kúrda, nærri bænum Azaz. Þetta er í annan daginn í röð sem slíkar árásir eru gerðar. Óvíst er hvort einhver hafi fallið í þeim.

 

Bandaríkjastjórn telur sýrlensku Kúrdasveitirnar, sem eru hernaðararmur stjórnmálaflokks þeirra, mikilvægan bandamann í baráttunni við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Ráðamenn í Ankara álíta þær hins vegar eiga í nánu samstarfi við hreyfingar tyrkneskra Kúrda, sem staðið hafa í skæruhernaði í rúma þrjá áratugi.

 

Mynd með færslu
Sveinn H. Guðmarsson
Fréttastofa RÚV