Stjórnarskipti í Litáen

Flokkar: Erlent
Kubilius forsætisráðherra /AFP


  • Prenta
  • Senda frétt

Allt bendir til þess að stjórnarskipti verði eftir kosningarnar í Litáen í dag.

Kjörstaðakannanir og fyrstu tölur benda til þess að Jafnaðarmenn og Verkamannaflokkurinn hafi fengið meirihluta á þingi. Hægriflokkur Kubilius forsætisráðherra virðist tapa stórt og óljóst hvort tveir frjálslyndir samstarfsflokkar hans nái mönnum á þing. Helmingur þingmanna er kosinn hlufallskosningu og helmingur í einmenningskjördæmum. Í þeim kjördæmum þar sem enginn fékk hreinan meirihluta í dag verður kosið aftur eftir hálfan mánuð. Þá fyrst liggja endanleg úrslit kosninganna fyrir.

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku