Stjarnan bikarmeistari eftir sigur á Gróttu

27.02.2016 - 15:10
Stjarnan er Coca Cola-bikarmeistari kvenna eftir sigur á Gróttu, 20-16 í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var jafn framan af en Stjarnan leiddi með þremur mörkum í hálfleik og lét forystuna aldrei af hendi.

Þetta er í sjöunda sinn sem Stjarnan hampar bikarmeistaratitlinum í kvennaflokki. Leikurinn einkenndist af góðum varnarleik og var lítið skorað í leiknum.

Þórhildur Gunnarsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested voru atkvæðamestar í liði Stjörnunnar og skoruðu fimm mörk hver. Hjá Gróttu skoraði Laufey Ásta Guðmundsdóttir fjögur mörk.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður