Stefnir í verkfall tónlistarkennara

06.10.2014 - 10:16
Mynd með færslu
Mikil óánægja er meðal tónlistarkennara með laun þeirra og horfur eru á að boðað verði til verkfalls. Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags tónlistarkennara, og Þórður Árni Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, mættu í Morgunútgáfuna.

Um helgina var Alþjóðadagur kennara, þar sem áhersla var lögð á kröfuna um gæðanám fyrir alla. Formaður Kennarasambandsins segir að kennarar hafi orðið viðskila við aðrar stéttir í kjörum. Lykillinn af góðu skólastarfi er kennarinn, segir formaður Kennarasambandsins, hvað sem líður hvítbókum og skýrslum.