Stefnir í sögulegar vinsældir hjá Ófærð

Innlent
 · 
Menningarefni

Stefnir í sögulegar vinsældir hjá Ófærð

Innlent
 · 
Menningarefni
05.01.2016 - 08:58.Freyr Gígja Gunnarsson
Áhorf á annan þátt Ófærðar mældist 53 prósent samkvæmt bráðabirgðartölum frá Gallup. Þetta upplýsir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV. Áhorfið var því heldur meira en á fyrsta þáttinn þegar það var 49 prósent. Aðeins stakir dagskrárliðir á borð við Áramótaskaup og Eurovision-söngvakeppnina hafa mælst með meira meðaláhorf

Skarphéðinn segir að haldi áhorfið áfram með svipuðum hætti verði Ófærð vinsælasta þáttaröðin í íslensku sjónvarpi. Netverjar virtust mjög sáttir við annan þáttinn sem sýndur var á sunnudagskvöld.  

Ófærð er ein dýrasta sjónvarpsframleiðsla sem ráðist hefur verið í hér á landi - framleiðslukostnaður nam 1,1 milljarði. Með aðalhlutverkin í þáttunum fara þau Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Nína Dögg Filippusdóttir.