Stefnir í skelfilegt ástand

07.10.2014 - 14:09
Mynd með færslu
Sumir tónlistarskólar munu ekki ráða við verkfall og því stefnir í skelfilegt ástand ef af því verður. Þetta segir Garðar Cortes söngvari og skólastjóri. Tónlistarkennarar sungu Maístjörnuna við Karphúsið í morgun.

 93 prósent kennara í Félagi tónlistarskólakennara hafa samþykkt að boða til verkfalls 22. október næstkomandi hafi samningar ekki náðst við Samband íslenskra sveitarfélaga.Tónlistarkennarar hittustu fyrir utan Karphúsið í morgun til að afhenda samninganefndunum ályktun og syngja fyrir þær Maístjörnuna. Í ályktuninni var skorað á samningamenn að semja við tónlistarkennara á sömu forsendum og gert hefur verið við aðra kennara.

 
Garðar segir að sungið hafi verið fyrir daufum eyrum.  „því þeir mættu ekki,  þeir vildu als ekki koma fram og heilsa upp á okkur. Mér finnst þetta mjög mikill dónaskapur og það var barnalegt og tilgangslaust  Það var engin pólitík í því það var ekkert í því sem gat hjálpað eða skerpt eða útskýrt viðræður."  

Garðar segir að tónlistarkennarar voni hið besta.  „En það stefnir í alveg skelfilega hluti ef verður af verkfall.  Sumir skólar standa svo illa að þeir koma varla til með að ráða við það.   En það var ótrúleg upplifun að syngja Maístjörnuna því fólkið söng hana ekki bara það virkilega tjáði sig í þessum textum það var mjög mikil upplifun og áhrifaríkt"