Stálu utanborðsmótor

15.01.2016 - 13:56
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Tveir menn voru í gær sakfelldir í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir að stela utanborðsmótor af skútu að andvirði 2,4 milljóna króna. Mótornum stálu mennirnir í félagi við þriðja mann sem var hlaut dóm þann 5. janúar. Brotið átti sér stað í október síðastliðnum.

Maðurinn sem hlaut dóm þann 5. janúar hlaut átta mánaða fangelsi, þrír þeirra eru skilorðsbundnir að fimm mánuðum liðnum. Hinir mennirnir tveir voru dæmdir í sex og þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Í Héraðsdómi Vestfjarða féll einnig dómur fyrir líkamsárás. Maður var dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veitt manni „högg í hægra gagnauga, þannig að A missti fótanna og skall á jörðina, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut glóðarauga á hægra auga og mar á vinstri mjöðm, auk þreifieymsla.“ 

Mynd með færslu
Halla Ólafsdóttir
Fréttastofa RÚV