Sprengja sprakk í Stokkhólmi í gærkvöld

18.02.2016 - 04:01
epa05159188 Police have roped off an asylum center after a deadly stabbing in Ljusne, northern Sweden, 13 February 2016. One person was killed in the stabbing and three sent to hospital with unknown injuries.  EPA/PERNILLA WAHLMAN SWEDEN OUT
 Mynd: EPA  -  TT NEWS AGENCY
Sprenging varð í tyrknesku menningarmiðstöðinni í Fittja í Stokkhólmi í gærkvöld. Engan sakaði en miklar skemmdir urðu inni í menningarmiðstöðinni. Lögregla vaktar hverfið í nótt.

Rúður og veggir brotnuðu við sprenginguna. Enginn hefur lýst ábyrgð árásarinnar á hendur sér og enginn liggur undir grun að sögn lögreglu. Sænska ríkissjónvarpið hefur eftir lögreglumanni að samkvæmt vitnum hafi enginn átt að vera í menningarmiðstöðinni þegar sprengingin varð og það virðist rétt.

Kúrdar héldu mótmælagöngu í hverfinu um helgina. Ólæti brutust út og hlaut einn maður lífshættuleg skotsár. Lögregla veit þó ekki enn hvort þessir tveir atburðir tengist.

Stór sprenging varð einnig í Tyrklandi í gærkvöld. Þar létust nærri 30 og tugir særðust.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV