Sprengdu seðlageymslu vígamanna í Mosul

11.01.2016 - 21:19
epa04416226 A handout picture made available by the US Department of Defense (DoD) on 25 September 2014 shows a formation of US Navy F-18E Super Hornets leaving after receiving fuel from a KC-135 Stratotanker over northern Iraq, 23 September 2014. These
 Mynd: EPA  -  DOD/DVIDS
Herflugvélar Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra vörpuðu í morgun sprengjum á seðlageymslu hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið í borginni Mosul í norðurhluta Íraks.

Fréttastofan AFP hefur þetta eftir ónefndum embættismanni í bandaríska varnarmálaráðuneytinu sem segir að peningaseðlar að verðmæti margra milljóna dollara hafi verið eyðilagðir, tekjur af olíusölu, ránum og kúgun. Sjónvarpsstöðin CNN, sem fyrst greindi frá árásinni, sagði að talið væri að að allt að sjö almennir borgara hefðu látið lífið í henni. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV