Spennandi kosningaslagur á ofur-þriðjudegi

Forkosningar og kjörmannasamkomur eru í dag í tólf ríkjum í Bandaríkjunum á svonefndum ofur-þriðjudegi. Úrslit eru væntanleg í nótt. Þau gætu sagt til um hverjir hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember.

Hulda Þórisdóttir stjórnmálasálfræðingur hefur búið lengi í Bandaríkjunum og þekkir vel til stjórnmálalífsins þar í landi. Hún sat fyrir svörum í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld. 

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV