Spá óveðri vestanhafs um helgina

22.01.2016 - 09:51
epa05036433 A man shovels snow off a sidewalk in temperatures around 35 degrees (1.6 C) in Wilmette, Illinois, USA, 21 November 2015. After a mild Autumn, the Midwest US is experiencing its first taste of winter weather as Winter Storm Bella moves to the
 Mynd: EPA
Spáð er miklu vetrarveðri á austurströnd Bandaríkjanna um helgina og hafa milljónir manna verið hvattar til að gera viðeigandi ráðstafanir enda sums staðar gert ráð fyrir mikilli snjókomu allt að 50 sentímetrum.

Að sögn breska útvarpsins BBC hefur verið lýst yfir neyðarástandi í MarylandNorður-Karólínu, Georgíu, Pennsylvaníu, Virginíu og höfuðborginni Washington. Búist sé við að samgöngur raskist á stóru svæði og hætta talin á rafmagnstruflunum

BBC segir að fólk hafi búið sig undir óveðrið með því að hamstra mat í verslunum. Víða hafi myndast langar biðraðir og vörur tæmst úr hillum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV