Sóun að hella niður jólabjór

21.01.2016 - 17:59
Bjórglas á bjórtunnu.
 Mynd: Stocksnap.io
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir alveg sjálfsagt að taka til endurskoðunar reglugerð þar sem segir að hella eigi niður bjór, til dæmis jólabjór eða páskabjór, ef komið er fram yfir þær hátíðir á dagatalinu. Slíkar reglugerðir séu enn eitt dæmi um hvernig þjóðfélaginu sé handstýrt.

Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar spurði fjármálaráðherra um reglurnar á Alþingi í dag.  Um árstíðabundna vöru sé að ræða og henni sé sama þótt fólk drekki jólabjór núna. 

„Ég myndi frekar vilja það en að honum sé hellt niður. Ég hef í raun engan möguleika á því vegna þess að það má ekki selja hann. Ég vil bara spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann gangi ekki bara í þetta verk að breyta þessari reglugerð þannig að við komum í veg fyrir þessa sóun.“

Bjarni svaraði og sagði að sjálfssögðu væru þetta reglur sem ætti að taka til endurskoðunar og einnig hvar megi selja bjórinn.  

„Það er alveg hárrétt að það er mikil sóun í því þegar verið er að taka vöru sem er að öllu leyti í lagi með og hella henni niður vegna þess að merkingarnar stangast eitthvað á við dagatalið.
 

Bergljót Baldursdóttir
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir