Söngvakeppnin 2017: Úrslit – öll lögin

11.03.2017 - 19:25
Bein útsending frá úrslitum Söngvakeppninnar 2017 í Laugardalshöll. Í kvöld ræðst hvaða lag, af þeim sjö sem komust í úrslit, fer fyrir Íslands hönd í Eurovision í Úkraínu.

Símaatkvæði landsmanna og sjö manna alþjóðleg dómnefnd ráða því hvaða tvö lög komast í einvígið en þar ráðast úrslit eingöngu með símakosningu, líkt og undanfarin ár. Þess ber að geta að þegar einvígið hefst byrjar ný símakosning, þ.e. atkvæði greidd í fyrri hluta gilda ekki í einvíginu.

Útsending hefst kl. 19.45. Lögin sem keppa í kvöld eru:

Tonight (900 9901)

Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson
Flytjandi: Aron Hannes

Again (900 9902)

Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir
Flytjendur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir

Hypnotised (900 9903)

Lag: Þórunn Erna Clausen, Michael James Down og Aron Brink
Texti: Þórunn Erna Clausen og William Taylor
Flytjandi: Aron Brink

Bammbaramm (900 9904)

Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir
Flytjandi: Hildur

Make your way back home (900 9905)

Lag og texti: Rúnar Eff
Flytjandi: Rúnar Eff

Paper (900 9906)

Lag: Svala Björgvinsdóttir, Einar Egilsson, Lester Mendez og Lily Elise
Texti: Svala Björgvinsdóttir og Lily Elise
Flytjandi: Svala

Is this love? (900 9907)

Lag og texti: Daði Freyr Pétursson
Flytjandi: Daði Freyr Pétursson