Snorri Steinn: Hræðilegt frá a til ö

19.01.2016 - 22:09
„Ég hef ekki miklar skýringar á þessu. Þetta er náttúrlega hræðilegt frá a til ö og leikurinn er bara búinn eftir tíu mínútur í stöðunni 11-2. Gegn liði eins og Króatíu þá getur þú nánast gleymt því að gera eitthvað úr því,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir að Ísland féll úr leik á EM í handbolta í Póllandi.

„Þeir skora 37 mörk og þurfa ekki að hafa fyrir því. Það er það sem er verst í þessu,“ sagði miðjumaðurinn að leik loknum.

Nánar má heyra í Snorra Stein í myndbandinu hér að ofan.

 

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður