Slóvenía: 4 létust í 55 bíla árekstri

31.01.2016 - 00:54
A fireman walks past a pileup on a motorway in Senozece, Slovenia, Saturday, Jan. 30, 2016. A massive pileup involving dozens of cars and trucks in dense fog killed four people on Saturday and injured 30 on a highway in western Slovenia. (AP Photo/Zdravko
 Mynd: AP
Rescuers walk past a pileup on a motorway in Senozece, Slovenia, Saturday, Jan. 30, 2016. A massive pileup involving dozens of cars and trucks in dense fog killed four people on Saturday and injured 30 on a highway in western Slovenia. (AP Photo/Zdravko
 Mynd: AP
Minnst fjórir létust í yfir fimmtíu bíla árekstri í Slóveníu síðdegis í gær, og óttast er að fleiri eigi eftir að látast af sárum sínum. Fjöldi fólks slasaðist. Áreksturinn varð á þjóðbrautinni milli höfuðborgarinnar, Ljubljana, og Adríahafsstrandarinnar. Mikil og þétt þoka var á þessum slóðum þegar slysið varð. Vegurinn var lokaður í báðar áttir, klukkustundum saman, meðan björgunarlið var að störfum á slysstað.

Ein rúta og fjórir vöruflutningabílar voru á meðal þeirra sem lentu í árekstrinum, um 60 km suðvestur af Ljubljana. Talskona lögreglu sagði að þrír eða fjórir árekstrar til viðbótar hefðu orðið á sömu slóðum eftir að vegurinn var opnaður að nýju, vegna lélegs skyggnis.

 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV