Skýrsla Alþjóðamálastofnunar kynnt í dag

07.04.2014 - 08:00
Mynd með færslu
Skýrsla alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið verður kynnt á fundi á Grand Hótel eftir um korter. Sýnt verður beint frá fundinum á ruv.is en skýrslan var unnin fyrir ASÍ, félag atvinnurekenda, Samtök Atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands.

Á fundinum mun Pia Hansson, forstöðumaður Alþjjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, kynna úttekt stofnunnarinnar á aðildarviðræðurunum við ESB. Síðan verður farið yfir einstaka þætti, svo sem sjávarútvegsmál, landbúnað og byggðamál og efnahags- og peningamál.

Þetta er önnur skýrslan sem kynnt er um aðildarviðræðurnar við ESB á þessu ári.

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, lét Hagfræðistofnun vinna skýrslu um viðræðurnar - hún var kynnt á Alþingi um miðjan febrúar og skömmu síðar lagði Gunnar Bragi fram þingsályktunartillögu um að draga ætti aðildarumsókn Íslands til baka.