Skjálfti upp á 4 í Bárðarbungu

21.08.2014 - 13:59
Mynd með færslu
Skjálfti af stærðinni 4 varð í öskjunni í Bárðarbungu klukkan 11 í morgun. Skjálftinn varð á þriggja kílómetra dýpi sem er mun grynnra heldur en skjálftarnir hafa verið alla jafna. Annar stór skjálfti upp á 3,8 varð klukkan eitt.

Þrír stórir skjálftar urðu í Bárðarbungu fyrir hádegi í dag. Sá sterkasti var 4, hinir tveir um 3,8. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands þýðir þetta þó ekki endilega að gos sé að fara af stað, þar sem skjálftarnir eru ekki þar sem kvikan er hvað mest. 

Allt sé á hreyfingu undir jöklinum og því ekki óeðlilegt að skjálftar komi. Hættustig er þó enn í gildi og skjálftarnir í öskunni sjálfri hafa orðið sterkari í dag og í gær.