Sjáðu týnda Tólfuatriðið úr Skaupinu

08.01.2016 - 13:55
RÚV sýnir í kvöld Áramótaskaupið í lengri útgáfu með atriðum sem ekki sáust í frumsýningunni á gamlárskvöld. Eitt þeirra er hið margumtalaða Tólfuatriði, sem má sjá hér.

Vísir greindi frá því í vikunni að liðsmenn Tólfunnar hefðu margir hverjir orðið svekktir eftir sýningu Skaupsins. Tekið var upp stórt atriði með hópnum í miðbæ Reykjavíkur, sem að lokum rataði ekki í lokaútgáfu þáttarins.

Þetta atriði, og fleiri sem ekki sáust í Skaupinu á gamlárskvöld, má sjá í lengri útgáfunni sem sýnd verður á RÚV kl. 21.15 í kvöld.

Mynd með færslu
Atli Þór Ægisson
vefritstjórn
Áramótaskaup 2015