Sirkústjald á Klambratúni

Mynd: Sigurjón Már/ Facebook-síða Sirkúss Íslands.


  • Prenta
  • Senda frétt

Nýtt tólf metra hátt sirkustjald Sirkuss Íslands var reist á Klambratúni í Reykjavík í gær.

Tjaldið heitir Jökla og rúmar um 400 áhorfendur. Það kom til landsins í vor en kaupin á því voru fjármögnuð með söfnun á netinu. Í tjaldinu eiga að fara fram sirkussýningar fyrir alla aldurshópa, sú fyrsta verður 25. júní. Um miðjan júlí verður tjaldið tekið niður og sirkusinn leggur land undir fót.

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku