Sirkústjald á Klambratúni

19.06.2014 - 21:41
Mynd með færslu
Nýtt tólf metra hátt sirkustjald Sirkuss Íslands var reist á Klambratúni í Reykjavík í gær.

Tjaldið heitir Jökla og rúmar um 400 áhorfendur. Það kom til landsins í vor en kaupin á því voru fjármögnuð með söfnun á netinu. Í tjaldinu eiga að fara fram sirkussýningar fyrir alla aldurshópa, sú fyrsta verður 25. júní. Um miðjan júlí verður tjaldið tekið niður og sirkusinn leggur land undir fót.