Sigur Rós: „Biðjum ykkur um að treysta okkur“

Innlent
 · 
Menningarefni

Sigur Rós: „Biðjum ykkur um að treysta okkur“

Innlent
 · 
Menningarefni
24.11.2015 - 11:25.Freyr Gígja Gunnarsson
Sigur Rós tilkynnti fremur óvænt á Facebook-síðu sinni í morgun að hljómsveitin ætlaði að koma fram á tónleikahátíðum í Evrópu á næsta ári. Sveitin segir tónleikana verða í allt öðrum dúr en aðdáendur hennar hafi kynnst áður - þetta verði nýtt „show“ með nýjum lögum. „Það eina sem við getum beðið ykkur um er að treysta okkur.“
 

"we are pleased to announce that we are playing festivals next summer in the spirit of adventure. all we can say right...

Posted by Sigur Rós on 24. nóvember 2015

Hljómsveitin gaf síðast út plötuna Kveikur fyrir tveimur árum og fylgdi henni eftir með miklu tónleikaferðalagi þar sem sveitin spilaði á 141 tónleikum í 32 löndum.Sveitin kom þetta sama ár fram í sjónvarpsþáttum um Simpsons-fjölskylduna og ári seinna brá henni fyrir í Krúnuleikunum - Game of Thrones.

Visir.is greindi frá því í ágúst að sveitin væri í hljóðveri í New York með Grammy-verðlaunahafanum John Congleton. Kári Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar, sagði þá að liðsmenn sveitarinnar kæmu saman öðru hvoru til að vinna að nýju efni. Ekkert væri ljóst hvað kæmi út úr því.