Settu Íslandsmet í gangnam style

06.11.2012 - 20:15
Mynd með færslu
Það var heldur betur fjör í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði í morgun þegar allir nemendur og allt starfsfólk skólans safnaðist saman og dansaði gangnam style dansinn. Allt lítur út fyrir að sett hafi verið Íslandsmet því rúmlega 1000 manns tóku þátt.

Gangnam style er lag eftir suður kóreska popparann PSY. Lagið og myndbandið við það hafa farið sigurför um heiminn og notið gríðarlegra vinsælda. Gangnam er hverfi ríka fólksins í Seúl og í laginu er vísað í lífsstíl þeirra sem þar búa. Krakkarnir í Hraunvallaskóla voru þó lítið að spá í það, dansinn í dag var hluti af vinaviku í skólanum.