Sérsveit leitar manns sem otaði hnífi að fólki

14.09.2017 - 08:59
Mynd með færslu
 Mynd: Vegfarandi  -  RÚV
Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út morgun en tilkynnt var um mann í annarlegu ástandi sem otaði hnífi að fólki í Breiðholti. Engan sakaði og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni reyndi maðurinn ekki að ræna fólk.

Lögreglan og sérsveitin leita mannsins. 

Athugasemd ritstjóra: Þessi frétt hefur verið uppfærð. Í upphaflega útgáfunni sagði að lögregla hefði verið kölluð út að stoppistöðinni í Mjódd. Hið rétta er að sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra fóru þar um í leit að manninum. Hann hafði stokkið upp í bíl í Vesturbergi, otað hnífi að bílstjóranum og látið hann aka sér að bensínstöð í Fellahverfi. Fyrri útgáfa byggði á fyrstu upplýsingum frá lögreglu.

 

 

 

Valgeir Örn Ragnarsson
Fréttastofa RÚV