Segja vígamenn grafa undan friðarumleitunum

22.02.2016 - 11:02
epa05174314 A handout picture made available by the Syrian Arab News Agency (SANA) shows a wounded Syrian man receiving first aid at a hospital in Damascus, Syria, 21 February 2016. At least 62 people were killed and more than 180 wounded in several
Fjöldi fólks lét lífið í sjálfsvígsárásum í Damaskus og víðar um helgina.  Mynd: EPA  -  SANA
Stjórnvöld í Rússlandi segja að öldu sjálfsvígsárása í Sýrlandi um helgina hafi verið ætlað að grafa undan friðarumleitunum í landinu. Vígamenn hins svonefnda Íslamska ríkis hafi verið að verki.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneytið í Moskvu sendi frá sér í dag. Þar segir að markmið hryðjuverkamannanna hafi verið hræða almenning í landinu og komna í veg fyrir að unnt yrði að koma í veg fyrir blóðsúthellingar við samningaborðið.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV