Segir orð sín tekin úr samhengi

03.04.2013 - 12:19
Mynd með færslu
Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka veslunar og þjónustu, segir að Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, kjósi að misskilja og taka úr samhengi orð hans í sjónvarpsfrétt RÚV. Í þeim felist ekkert vanþakklæti í garð þess innflutta vinnuafls sem hingað kemur til að vinna.

Aðalatriðið sé að ekkert sérstakt sé við hvíta kjötið, svínakjöt og kjúklinga, sem framleitt sé fyrir íslenskan markað, að stóru leyti af tveimur stórum iðnfyrirtækjum. Þarna sé um að ræða nokkra tugi starfa sem, eins og Aðalsteinn bendi á, sé erfitt að fá Íslendinga til að sinna. Fóðrið sem dýrin fái sé hið sama og í Danmörku, Hollandi eða Frakklandi. Það séu engin skynsamleg rök fyrir því að íslenskir neytendur eigi að greiða mun hærra verð fyrir þessar vörur.