Segir ástandið á olíumarkaði minna á 1986

21.01.2016 - 13:55
epa04262670 BP CEO Bob Dudley (R) speaks during a session of the 21st World Petroleum Congress (WPC) in Moscow, Russia, 17 June 2014. The 21st World Petroleum Congress is running for 15 to 19 June 2014.  EPA/MAXIM SHIPENKOV
Bob Dudley, forstjóri BP.  Mynd: EPA
Bob Dudley, forstjóri olíufélagsins BP, segir að staðan á olíumarkaði minni á ástandið árið 1986 þegar olíuverð lækkaði úr 35 dollurum á tunnu niður fyrir 10 dollara. Hann segist gera ráð fyrir að fyrri helmingur ársins verði erfiður fyrir olíuframleiðsluríki.

Dudley telur líklegt að verð haldi áfram að lækka fram á mitt ár, en þá fari þróunin að snúast við vegna aukinnar eftirspurnar í Kína og Norður-Ameríku. Hann telur ekki útilokað að verð fari niður í 10 dollara á tunnu, en telur líklegt að það verði í kringum 50 dollara í lok árs. 

BP tilkynnti í þessum mánuði að ætlunin væri að segja upp 4.000 starfsmönnum í ljósi versnandi skilyrða á olíumarkaði, þar af 600 við olíuvinnslu fyrirtækisins í Norðursjó. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV