SARdrones vann Gulleggið

09.03.2013 - 18:09
Mynd með færslu
Verkefnið SARdrones vann Gulleggið, frumkvöðlakeppni Innovit í dag. Verkefnið snýr að þróun á ómönnuðum leitarloftförum og hugbúnaði til aðstoðar við leit og björgun.

Keppnin er sú fjölmennasta frá upphafi. 530 þátttakendur stóðu að 327 hugmyndum sem bárust í Gulleggskeppnina að þessu sinni. Dómnefndina skipuðu 14 fulltrúar frá bakhjörlum keppninnar og aðrir sérfræðingar. Meginmarkið keppninar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja.