Samstöðugöngur með flóttamönnum í Evrópu

27.02.2016 - 20:07
epa05184124 People gather on the occasion of a European march during a demonstration for the rights of refugees, in Lisbon, Portugal, 27 February 2016. More than 65 cities in 17 countries organized actions and demonstrations to demand safe passage for
 Mynd: EPA  -  LUSA
Efnt var til samstöðugöngu vítt og breitt um Evrópu í dag þar sem þess var krafist að yfirvöld virði mannréttindi fólks á flótta. Slagorð göngunnar var Safe Passage. Tryggja eigi öruggar og löglegar leiðir inn í álfuna, veita fólki á flótta vernd og skjól í Evrópu og mannsæmandi móttökur.

Á Íslandi var Safe Passage ganga í Reykjavík. Fólk safnaðist saman við Lækjartorg þar sem Nazanin Askari og Toshiki Toma fluttu erindi. Þaðan var gengið niður að höfn þar sem göngufólk minntist þeirra sem látist hafa í leit að mannsæmandi lífi.