Samkynhneigður hælisleitandi fékk neitun

25.04.2014 - 12:33
Mynd með færslu
Innanríkisráðuneytið hefur í annað sinn staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að neita samkynhneigðum hælisleitanda frá Nígeríu um efnislega meðferð á umsókn hans um hæli. Honum var neitað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

 Maðurinn verður sendur aftur til Ítalíu, þar sem aðstæður hælisleitenda eru taldar með þeim verstu í Evrópu. Maðurinn hefur verið hér í tæpt eitt og hálft ár. Eftir að honum var neitað um efnislega meðferð í fyrra skiptið fóru m.a. Samtökin 78 fram á að innanríkisráðuneytið endurskoðaði ákvörðunina þar sem samkynhneigð er ólögleg í Nígeríu og dauðarefsingar tíðkast. Mál hans var tekið upp aftur en ráðuneytið komst að sömu niðurstöðu.  Maðurinn vill ekki láta nafn síns getið.