Sakar lögreglu um að leyna hundruðum morða

16.02.2016 - 21:27
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Ráðherra frumbyggjamála í Kanada sakar lögregluyfirvöld um að leyna hundruðum eða þúsundum morða á frumbyggjakonum. 1.049 konur af frumbyggjaættum hafa verið myrtar á síðustu þremur áratugum að sögn kanadísku lögreglunnar. 172 hafa horfið sporlaust. Baráttusamtök kvenna telja hins vegar að mun fleiri konur hafi verið myrtar - jafnvel allt að 4.000.

 

Carolyn Bennett, ráðherra frumbyggjamála, sagði í dag að lögregla afgreiði mörg morð sem sjálfsvíg, slys eða dauðsföll af eðlilegum orsökum. Hún nefndi sem dæmi að dauðsfall konu sem fannst með skotsár á hnakkanum, hafi verið flokkað sem sjálfsvíg. Önnur kona sem fannst látin, með hendur bundnar fyrir aftan bak, hafi einnig verið talin hafa fyrirfarið sér. Þá sagði Bennett af rannsókn mála virðist misjöfn eftir því hver eigi í hlut. Sama gildi um hlutfall sakfellinga og lengd dóma. Fjölskyldur margra látinna kvenna vilji að rannsóknir á dauðsföllum þeirra verði teknar upp að nýju.

 

 

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV