Saka forsætisráðherra um hótanir í garð HÍ

20.02.2016 - 20:20
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er sakaður um hótanir í garð háskóla á höfuðborgarsvæðinu, vegna orða sem hann lét falla á Facebook fyrr í dag. Deildarforseti læknadeildar HÍ sakar Sigmund Davíð um að hóta háskólum á höfuðborgarsvæðinu vegna ákvarðana sem eru honum ekki að skapi. Slíkt gangi ekki í lýðræðissamfélagi.

Orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, um að fjárveitingum verði væntanlega í auknum mæli beint til skóla á landsbyggðinni, hafa fallið í grýttan jarðveg. Sigmundur sagði á Facebook-síðu sinni í dag að ákvörðun Háskóla Íslands um að leggja af nám á Laugarvatni, kunni að „gera út af við hugmyndir um sameiningar eða samstarf HÍ við menntastofnanir á landsbyggðinni. Þetta mun væntanlega kalla á að fjárveitingum verði í auknum mæli beint til skóla á landsbyggðinni á þeirra eigin forsendum.“

Það er hætt við því að ákvörðun HÍ um að leggja af nám á Laugarvatni muni gera út af við hugmyndir um sameinginar eða...

Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Saturday, February 20, 2016

 

„Minnir á stjórnarfar í alræðisríkjum“

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ, segir á Facebook síðu sinni að það sé „alvarlegt mál að hóta skertum fjárveitingum vegna einstakra ákvarðana háskólaráðs. Það minnir á stjórnarfar í alræðisríkjum.“

 

skilur vel að skiptar skoðanir séu um flutning náms frá Laugarvatni til Reykjavíkur. En í lögum um opinbera háskóla...

Posted by Eiríkur Rögnvaldsson on Saturday, February 20, 2016

 

Nokkrir akademískir starfsmenn háskólans taka undir þetta með því að líka við færsluna.

Magnús Karl Magnússon, prófessor og deildarforseti læknadeildar HÍ, segir á Facebook-síðu sinni að Sigmundur Davíð sé að hóta því að svelta enn frekar háskóla á höfuðborgarsvæðinu vegna ákvarðana sem eru honum ekki að skapi.

Forsætisráðherra er formaður Vísinda- og tækniráðs sem setur stefnu í vísindamálum þjóðarinnar. Nú hótar hann að svelta...

Posted by Magnús Karl Magnússon on Saturday, February 20, 2016