Sádi-Arabar senda herlið til Tyrklands

13.02.2016 - 11:01
Mynd með færslu
F-15 þota frá sádi-arabíska flughernum.  Mynd: YouTube
Herþotur og herlið frá Sádi-Arabíu er á leið til Tyrklands, þaðan sem árásir verða hugsanlega gerðar á vígasveitir Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greinir frá þessu í tyrkneska fréttablaðinu Yeni Safak í dag.

Sádi-arabíska herliðið verður í Incirlik-herstöðinni í Tyrklandi, skammt frá sýrlensku landamærunum. Ráðherrann segir mögulegt að Tyrkir og Sádi-Arabar sendi landher til Sýrlands jafnframt því að taka þátt í loftárásum á bækistöðvar Íslamska ríkisins.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV