Rússar segja Tyrki undirbúa innrás í Sýrland

04.02.2016 - 16:38
In this photo made from the footage taken from Russian Defense Ministry official web site on Monday, Feb.  1, 2016,  an aerial image shows what it says is a column of heavy trucks carrying ammunition hit by a Russian air strike near Aleppo, Syria. The
 Mynd: AP  -  Russian Defense Ministry Press S
Rússnesk stjórnvöld segja margt benda til þess að tyrkneski herinn sé að undirbúa innrás í Sýrland. Loftmyndir sýni að Tyrkir séu að vígbúast á landamærunum, herinn hafi lagst í vegaframkvæmdir og flutt vopn að landamærunum.

Rússar styðja við bakið á Sýrlandsstjórn og hafa staðið fyrir miklum loftárásum á uppreisnarsveitir en Tyrkir styðja nokkra uppreisnarhópa í landinu.

Yfirvöld í Moskvu segja að frekari grunsemdir hafi vaknað eftir að rússneskum flugvélum var bannað að fljúga nærri landamærunum. Þá sé áhugavert að hvorki Tyrkir né önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hafi enn brugðist við þessum ásökunum.

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV