Rok og rigning á Austurlandi - myndskeið

16.02.2016 - 08:04
Heit skil fóru yfir landið í gær og í gærkvöldi var suðaustan rok og ofsaveður á austanverðu landinu með talsvert mikilli rigningu, einkum suðaustanlands.

Meðalvindurinn fór hæst í 50 metra á sekúndu á Gagnheiði og hviðan á Vatnsskarði Eystra fór í 68 metra á sekúndu.

Arnaldur Máni Finnsson, fréttamaður RÚV á Austurlandi, tók myndskeiðið sem horfa má á hér að ofan. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV