Róbert Spanó verður umboðsmaður

Mynd:Þórgunnur Oddsdóttir


  • Prenta
  • Senda frétt

Alþingi hefur falið umboðsmanni Alþingis að vinna að gerð fræðsluefnis fyrir starfsfólk stjórnsýslunnar. Þar á að fjalla um reglur sem gilda um starfshætti hennar og meðferð mála.

Tryggvi Gunnarsson, sem er kjörinn umboðsmaður Alþingis, mun vinna að þessu verki og því hefur Róbert R. Spanó, forseti lagadeildar HÍ, verið settur til að sinna störfum umboðsmanns samhliða Tryggva til sumarloka. 

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku