Ríkissjóður greiðir 50 milljarða

05.01.2016 - 17:32
Bjarni Benediktsson
 Mynd: RÚV
Ríkissjóður greiddi í árslok 50 milljarða inn á skuldabréf Seðlabanka Íslands. Afborguninni var mætt með lækkun á sjóðsstöðu ríkissjóðs hjá Seðlabankanum.

Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að á árinu 2015 hafi ríkissjóður greitt um 47 milljarða til viðbótar árlegri afborgun af bréfinu og nema eftirstöðvar þess í árslok um 90 milljörðum króna. Áætlað er að greiða bréfið upp að fullu á yfirstandandi ári. Ríkissjóður forgreiddi einnig stóran hluta af útistandandi erlendum lánum á síðasta ári eða um 103 milljarða. Á síðastliðnu ári fyrirframgreiddi ríkissjóður því um 150 milljarða af innlendum og erlendum skuldum sem að óbreyttu lækka árleg vaxtagjöld um 7 milljarða. Heildarskuldir ríkissjóðs í árslok 2015 eru áætlaðar um 1.350 milljarðar króna.

 

Mynd með færslu
Pálmi Jónasson
Fréttastofa RÚV