Reyna aftur leit í Ölfusá

Mynd með færslu
 Mynd: Ægir Þór Eysteinsson  -  RÚV
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu í dag leita manns sem óttast er að hafi farið í Ölfusá á annan dag jóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slysavarnarfélagu. Ætlunin er að leita árbakkana frá Selfossi að ósnum, sigla ánna og ósinn eins og hægt er, keyra fjörur auk þess sem notaðir verða drónar til að leita ósinn og Kaldaðarnes.

Á fjórða tug leitarmanna er nú við störf og von er á fleirum er líður á morguninn. Rúmlega hundrað manna lið björgunarsveitarmanna og lögreglu leituðu að manninum fyrir jól.

Maðurinn, Guðmundur Geir Sveinsson, er talinn af. Hann var fæddur 13. apríl 1974 til heimilis að Kringlumýri 4 á Selfossi. Hann var ókvæntur og barnlaus. 

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV